Sóknarmaðurinn frábæri Victor Osimhen hefur gefið í skyn að hann sé alls ekki að leitast eftir því að færa sig um set.
Osimhen er orðaður við lið eins og Manchester United en hann er á mála hjá ítalska stórliðinu Napoli.
Miðað við nýjustu ummæli Osimhen er hann ánægður í herbúðum Napoli og stefnir aðeins á að vinna titla með því félagi.
,,Þetta er eitt besta félag Evrópu og ég vil verða sigursæll hér. Framtíðin er núna, að reyna að vinna eitthvað á Ítalíu,“ sagði Osimhen.
,,Það er erfitt að ímynda sér eitthvað betra en Napoli, eitt besta félag Ítalíu. Núna einbeiti ég mér aðeins að þessu tímabili og við höfum enn ekki afrekað neitt.“
,,Við þurfum að vinna eitthvað og svo sjáum við hvað gerist.“