fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Mbappe rýfur loks þögnina vegna þess sem hefur verið á allra vörum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. desember 2022 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe hefur loks tjáð sig um athæfi markvarðarins Emi Martinez undanfarið.

Martinez og félagar í argentíska landsliðinu unnu Mbappe og Frakka í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar á dögunum. Sá fyrrnefndi fór hamförum í fagnaðarlátunum eftir sigurinn. Hann hefur þó að miklu leyti snúist um það að gera lítið úr Mbappe, sem er stærsta stjarna Frakka.

Martinez setti til að mynda andlit Mbappe á dúkku í fagnaðarlátunum.

„Fögnuður hans er ekki mitt vandamál. Ég eyði ekki tíma mínum í svona tilgangslausa hluti,“ segir Mbappe um athæfi Martinez.

Mbappe er snúinn aftur til félags síns, Paris Saint-Germain, en hefur ekki jafnað sig á ósigrinum í Katar.

„Ég mun aldrei komast yfir það að tapa úrslitaleiknum. Félagslið mitt ber hins vegar ekki ábyrgð á því að við höfum tapað. Ég hef því reynt að vera eins jákvæður og ég get í endurkomu minni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg