Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Liverpool spilar við Leicester á Anfield.
James Maddison, besti leikmaður Leicest er, er ekki með í kvöld en hann er að glíma við hnémeiðsli.
Það er mikill skellur fyrir Leicester sem fer á erfiðan útivöll en Liverpool hefur unnið þrjá deildarleiki í röð.
Liverpool er fyrir leik í sjötta sæti með 25 stig og er Leicester í því 13. með 17 eftir 16 leiki.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson; Thiago, Henderson, Elliott; Salah, Darwin Núñez, Oxlade-Chamberlain
Leicester: Ward; Castagne, Amartey, Faes, Thomas; Ndidi, Soumaré; Ayoze Pérez, Dewsbury-Hall, Barnes; Daka