Það var alvöru harka í leik Atletico Madrid og Elche í kvöld er liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni.
Atletico hafði betur með tveimur mörkum gegn engu en þrjú rauð spjöld fóru á loft í viðureigninni.
Tveir leikmenn Elche fengu rautt spjald og það fyrra í fyrri hálfleik áður en Mario Hermoso var rekinn af velli fyrir Atletico á 53. mínútu.
Joao Felix og Alvaro Morata náðu að skora fyrir heimamenn tíu gegn tíu en seinna rauða spjald Elche kom á lokamínútu leiksins.
Girona og Rayo Vallecano gerðu þá 2-2 jafntefli og Real Betis og Athletic Bilbao skildu einnig jöfn þar sem engin mörk voru skoruð.
Atletico Madrid 2 – 0 Elche
1-0 Joao Felix(’56)
2-0 Alvaro Morata(’74)
Girona 2 – 2 Rayo Vallecano
0-1 Sergio Camello(‘2)
1-1 Valentin Castellanos(’34, víti)
1-2 Isi Palazon(’62 )
2-2 Samu Saiz(’75, víti)
Real Betis 0 – 0 Athletic Bilbao