Í kvöld verður greint frá því hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins 2022 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Verðlaunaafhendingin fer fram við hátíðlega athöfn í Hörpu og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á RÚV.
Atvinnu- og landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur titil að verja eftir að hafa verið valinn Íþróttamaður ársins 2021. Samhliða kjörinu á Íþróttamanni ársins verður einnig kunngert hver þjálfari ársins 2022 er sem og lið ársins.
Ellefu koma til greina sem íþróttamaður ársins. Þar af koma tvær úr fótboltanum.
Tilnefnd eru:
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golf
Hilmar Örn Jónsson, frjálsar íþróttir
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar
Ómar Ingi Magnússon, handbolti
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti