fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Segja að stjarnan unga sé búin að gera upp hug sinn – Ekki góð tíðindi fyrir ensku stórliðin

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Youssoufa Moukoko hefur verið mikið í umræðunni í vetur. Hann þykir eitt mesta efnið í fótboltanum í dag.

Moukoko er aðeins átján ára gamall og spilar yfirleitt sem fremsti maður. Þrátt fyrir ungan aldur er hann fastamaður hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Samningur hans rennur hins vegar út næsta sumar og þykir líklegt að hann fari.

Chelsea og Liverpool hafa verið nefnd í samhengi við næsta áfangastað kappans. Spænski miðillinn Sport vill hins vegar meina að hann fari ekki til Englands.

Samkvæmt Sport hefur Moukoko gert upp hug sinn og ætlar til Barcelona næsta sumar á frjálsri sölu.

Á þessari leiktíð hefur kappinn skorað sex mörk og lagt upp fjögur í fjórtán leikjum og heillað mikið.

Þá var Moukoko hluti af A-landsliði Þýskalands sem fór á Heimsmeistaramótið í Katar, þar sem liðið olli miklum vonbrigðum og féll úr leik í riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Í gær

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta