fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Meira úr skýrslu Grétars úr Laugardal: Dregur fram dökka mynd af stöðunni og bendir á hvað þurfi að breytast

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson tók í upphafi árs til starfa hjá KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs. Grétar var ráðinn til starfa í hálft ár áður en hann hélt til Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Þar hefur Grétar mikla ábyrgð og fær mikla virðingu og lof fyrir starf sitt. Eitt af því sem Grétar gerði undir lok tímans hjá KSÍ var að vinna skýrslu um starfið og hvaða tól og tæki KSÍ hefur til að bæta hlutina hjá sér. Fréttablaðið hefur skýrsluna í sínum höndum og birti seinni hluta hennar í dag.

Í þeim hluta gagnrýnir Grétar meðal annars íslensk félagslið. „Leik­­mönnum karla­­megin á hæsta le­veli hefur fækkað og eins og ég minntist á áður þá erum við að greiða at­vinnu­manna laun í á­huga­manna um­­hverfi og í rauninni byrjum við á röngum enda,“ skrifar Grétar, sem vill sjá félög hugsa lengra.

„Í stað þess að byggja til lengri tíma þá fer meiri­hluti fjár­­magns í laun leik­manna.

Breytinga er þörf og það þyrfti að gera dýpri greiningu á fót­­boltanum. Partur að því er að fé­lög komi saman og finni út hvernig fót­­bolti lítur út í dag, hvernig um­­hverfið utan á landi er og hvernig fót­­bolti muni líta út i fram­­tíðinni.“

Grétar segir skammtímalausnir koma í bakið á íslenskum fótbolta og að dæmin sýni það nú.

„Lang­­tíma úr­­slit byrja í okkar eigin fót­­bolta á Ís­landi og ferlið síðustu ár bæði hjá Ís­­lenskum fót­­bolta og skamm­­tíma hugsun A liðs hefur leitt til þess að í augna­blikinu erum við ein­­göngu með 3 leik­­menn sem eru að spila í topp 5 karla deildum í Evrópu, tveir verða ný­liðar eftir að hafa farið upp um deild og Rúnar Alex fær vonandi séns hjá Arsenal hópnum,“ segir Grétar og á þar við Mikael Egil Ellerts­­son og Þóri Jóhann Helga­­son sem eru á fyrsta ári í úr­­vals­­deildinni á Ítalíu.

„Á síðustu 10 árum er fjár­­magn frá KSÍ til ís­­lenskra liða komið yfir 2 MILLJARÐA. Þegar skoðað er fjár­­magn sem borist hefur inn í ís­­lenskan fót­­bolta og borið saman við önnur lönd lönd þá greiðir KSÍ bæði fyrir hluti sem aðrar þjóðir borga ekki fyrir og út án þess að sá peningur sé eyrna­­merktur fyrir þróun eða upp­­byggingu,

Ef við að­lögum okkur ekki þá verðum við á sama stað eftir önnur 10 ár að gera ná­­kvæm­­lega það sama og við höfum alltaf gert. Fót­­bolti hefur breyst gífur­­lega mikið en við höfum því miður staðnað og ef þú ferð ekki á­­fram í þessari grein, þá ferðu aftur­­á­bak.“

Grétar bendir á tölfræði sem kemur vægast sagt illa út fyrir íslenskan fótbolta. Þar kemur fram að meðalaldur leikmanna í Bestu deild karla sé einn sá elsti í Evrópu. Þá fái ungir leikmenn fá tækifæri og fara snemma erlendis. Þá séu félagslið farin að kaupa til baka unga íslenska leikmenn sem hafa ekki fest sig í sessi erlendis. Þá bendir Grétar á að greining sé lítil sem engin og að dæmi séu um að félög hafi sett „smáauglýsingar“ erlendis til að auglýsa eftir leikmönnum rétt fyrir lokun félagaskiptaglugga.

Farið er yfir skýrsluna á ítarlegri máta í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Í gær

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho