fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Ungur og vitlaus og gerði stór mistök: Ferrari og rándýrt hús – ,,Þú ert aldrei saddur og vilt alltaf meira“

433
Mánudaginn 26. desember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, hefur varað unga knattspyrnumenn við því að eyða of mikið af peningum.

Richards var einn efnilegasti leikmaður heims á sínum tíma en ferill hans reyndist ansi stuttur að lokum.

Þessi fyrrum enski landsliðsmaður hikaði ekki við því að eyða eigin launum er hann var ungur enda þénaði hann vel á þó stuttum ferli.

Það er hætta fyrir yngri leikmenn sem geta alltaf lent í meiðslum en Richards bendir á að knattspyrnumenn í dag séu aldrei saddir og vilji alltaf meira.

,,Ímyndið ykkur að þéna 500 pund á viku og svo allt í einu 5 þúsund pund.. Svo ferðu frá 5 þúsund pundum yfir í 50 þúsund pund,“ sagði Richards.

,,Hvað geturðu gert? Ég veit hvað ég gerði. Ég fór og keypti mér Ferrari bíl. Ég átti Range Rover og Aston Martin en ég hugsaði með mér að það væri kominn tími á að eignast Ferrari F430 og síðar F58 Speciale.“

,,Ég byrjaði svo að skoða eignir í Hale. Ég keypti mér sjö herbergja hús fyrir þrjár milljónir, ég bjó þar með tveimur bræðrum mínu, tveimur frændum og besta vini mínum.“

,,Þar sem ég bjó áður var meira en nóg en þetta gerist þegar þú ert fótboltamaður. Þú hugsar alltaf hver á besta húsið, hver á besta bílinn. Þú ert aldrei saddur, þú vilt alltaf meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum