fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Ólátabelgurinn heldur áfram að fara illa með Mbappe fyrir augum heimsins – Sjáðu myndina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. desember 2022 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Emiliano Martinez virðist hafa eitthvað á móti Kylian Mbappe.

Kapparnir mættust á dögunum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í Katar. Martinez stóð í marki Argentínumanna en Mbappe lék í sóknarlínu Frakka.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og eftir framlengingu var hún 3-3. Mbappe skoraði öll mörk Frakklands.

Argentína vann hins vegar í vítaspyrnukeppni þar sem Martinez var hetjan.

Eftir leik byrjaði Martinez svo að gera lítið úr Mbappe inni í klefa á meðan hann var á upptöku. Hann bað um mínútu þögn fyrir franska sóknarmanninn.

Í gær fagnaði argentíska liðið svo í opinni rútu á götum Buenos Aires. Þar var Martinez með dúkku sem andlit Mbappe hafði verið sett á.

Sjón er sögu ríkari. Mynd af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg