fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Benfica setur verðmiða á Ramos

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. desember 2022 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goncalo Ramos skaust fram á sjónvarsviðið þegar hann skoraði þrennu fyrir Portúgal í 6-1 sigri á Sviss á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Framherjinn kom inn í byrjunarlið Portúgala fyrir Cristiano Ronaldo og greip heldur betur tækifærið.

Hinn 21 árs gamli Ramos er á mála hjá Benfica í heimalandinu en hefur vakið athygli stærri félaga eftir frammistöðu sína.

Nú segir Fabrizio Romano frá því að portúgalska félagið vilji 60 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Á þessari leiktíð hefur Ramos skorað níu mörk í ellefu leikjum í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Það er líklega tímaspursmál hvenær Ramos yfirgefur Benfica. Hann er samningsbundinn til 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta ráðningu á Alonso

Staðfesta ráðningu á Alonso
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola virðist vera kominn með nóg – Ekki valinn í hóp í lokaumferðinni

Guardiola virðist vera kominn með nóg – Ekki valinn í hóp í lokaumferðinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu
433Sport
Í gær

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina

Arsenal kom mjög á óvart og vann Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið