fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arnar Þór velur landsliðshóp fyrir janúarverkefni

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 16. desember 2022 12:56

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal í janúar. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.  Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp fyrir verkefnið, sem er utan FIFA-glugga eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um, og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

Arnar Þór:  „Janúarverkefni hafa fest sig vel í sessi sem hluti af dagatali A landsliðs karla og hafa nýst vel í gegnum tíðina. Þetta er auðvitað ekki FIFA-gluggi þannig að félögum ber ekki skylda til að sleppa leikmönnum í verkefnið. Það er lítið við því að gera og við berum bara virðingu fyrir því. Hópurinn sem við erum með núna er góð blanda leikmanna úr ýmsum áttum og við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Við tilkynnum 22 leikmenn núna, það er líklegt að sá 23. bætist við, en það skýrist síðar.“

Markverðir

  • Frederik Schram – 6 leikir
  • Hákon Rafn Valdimarsson – 3 leikir
  • Patrik Sigurður Gunnarsson – 2 leikir

Aðrir leikmenn

  • Andri Lucas Guðjohnsen – 12 leikir, 2 mörk
  • Arnór Ingvi Traustason – 44 leikir, 5 mörk
  • Arnór Sigurðsson – 25 leikir, 2 mörk
  • Aron Bjarnason – 0 leikir, 0 mörk
  • Aron Sigurðarson – 6 leikir, 2 mörk
  • Dagur Dan Þórhallsson – 2 leikir, 0 mörk
  • Damir Muminovic – 4 leikir, 0 mörk
  • Danijel Dejan Djuric – 1 leikur, 0 mörk
  • Davið Kristján Ólafsson – 11 leikir, 0 mörk
  • Guðlaugur Victor Pálsson – 31 leikur, 1 mark
  • Höskuldur Gunnlaugsson – 7 leikir, 0 mörk
  • Ísak Snær Þorvaldsson – 2 leikir, 0 mörk
  • Júlíus Magnússon – 3 leikir, 0 mörk
  • Kristall Máni Ingason – 2 leikir, 0 mörk
  • Nökkvi Þeyr Þórisson – 0 leikir, 0 mörk
  • Róbert Orri Þorkelsson – 2 leikir, 0 mörk
  • Sveinn Aron Guðjohnsen – 17 leikir, 1 mark
  • Valgeir Lunddal Friðriksson – 4 leikir, 0 mörk
  • Viktor Örlygur Andrason – 3 leikir, 0 mörk
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun