fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Vekja athygli á því að Neymar setur „læk“ hjá fegurustu fótboltakonu í heimi

433
Fimmtudaginn 15. desember 2022 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir miðlar hafa vökul augu og tóku eftir því í dag að Neymar leikmaður PSG og Brasilíu líkar við fegurstu fótboltakonu í heimi.

Neymar féll úr leik á HM í síðustu viku með Brasilíu en er að ná áttum og byrjaður að fara í gegnum Instagram. Hann setti læk á færslu frá Ana Maria Markovic sem er frá Króatíu og leikur sem atvinnukona í Sviss.

Ana Maria er 22 ára gömul og hefur verið orðuð við lið á Englandi. Enska pressan talar um hana sem fallegustu fótboltakonu í heimi.

Myndin sem Neymar setti læk við er af Ana Maria í bikini en klædd í treyju Króatíu.

Ana Maria kveðst þreytt á því að þurfa alltaf að tala um útlit sitt þegar áhugi hennar er fyrst og síðast á því að vera frábær knattspyrnukona.

„Munurinn á körlum og konum er mikill, ef ég er í mynd á bikiní eða Erling Haaland er á sundskýlu. Það er öruggt að hann fær engar athugasemdir um útlit sitt frá karlrembum,“ segir Ana Maria sem er landsliðskona Króatíu.

Ana Maria segir að það fari ekki í taugarnar á sér þegar talað er um hana sem fallega en þegar talað er um kynþokka þá finnst henni of langt gengið.

„Ég hef ekkert á móti greinum sem tala um mig sem fallegustu knattspyrnukonu í heimi eða eina af þeim fallegustu. Það gleður mig þegar ég er sögð falleg,“ segir Ana Maria.

„Það eru hins vegar greinar sem tala um mig sem kynþokkafyllstu fótboltakonu í heimi. Það situr bara ekki vel í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Í gær

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“

Þorsteinn: „Það er bara ekkert að því, bara vopn sem við höfum“