fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Upplifði mjög erfiða tíma í Liverpool en er ekki sár út í Klopp

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loris Karius er ekki reiður út í Liverpool eða Jurgen Klopp eftir að hafa yfirgefið enska félagið í sumar.

Karius er í dag leikmaður Newcastle en hann hafði spilað með Liverpoolæ frá 2016 til 2022 eftir komu frá Mainz.

Karius var þó ekki hluti af hóp Liverpool nema í tvö tímabil og var í kuldanum eftir skelfilega frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018.

Eftir það hafði Klopp, stjóri Liverpool, engan áhuga á að nota Karius sem var síðar lánaður til Besiktas og svo Union Berlin.

Á síðustu leiktíð fékk Karius ekkert hlutverk hjá Liverpool og viðurkennir að það hafi verið mjög erfiður tími.

,,Tími minn hjá Liverpool var liðinn og ég vildi komast annað en það var erfitt að klára skiptin,“ sagði Karius um árið 2021 er hann vildi komast burt.

,,Ég var í stöðu þar sem ég þurfti að vera áfram hjá Liverpool en ég vissi líka að ég myndi ekki fá tækifæri. Þetta var rætt við Klopp.“

,,Það er ekkert illt okkar á milli en að vera í þessari stöðu var erfitt. Að vera ekki hluti af leikmannahópnum á síðustu leiktíð, þú saknar þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona