fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hazard ákveðinn í hvert förinni skal heitið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard vill fara frá Real Madrid og vestur um haf og í MLS-deildina eftir að leiktímabilinu á Spáni líkur í vor.

Það er franski miðillinn L’Equipe sem segir frá þessu.

Hinn 31 árs gamli Hazard er engan veginn í plönum Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.

Belginn gekk í raðir Madrídarliðsins frá Chelsea árið 2019 á hundrað milljónir punda en hefur engan veginn staðið undir væntingum.

Samningur Hazard rennur ekki út fyrr en eftir næsta tímabil en það er líklega besta niðurstaðan fyrir alla aðila að hann fari strax í sumar.

Fari svo er MLS-deildin draumaáfangastaður leikmannsins.

Hazard er nýkominn af Heimsmeistaramótinu í Katar með belgíska landsliðinu, en þar datt liðið úr leik strax í riðlakeppninni.

Eftir að þátttöku Belga lauk tilkynnti Hazard um að hann væri hættur að spila með landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar