fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Neymar og félagar sýknaðir á ný

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 13:30

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar hefur verið sýknaður á ný af ákærum um svik og spillingu í tengslum við skipti hans frá Santos til Barcelona árið 2013.

Knattspyrnumaðurinn sem og faðir hans og fyrrum forsetar Barcelona, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell , ásamt fyrrum forseta Santos, Odilo Rodrigues, voru sýknaðir fyrir rétti í október.

Brasilíska fyrirtækið DIS, sem átti 40 prósent í Neymar árið 2013, sakaði þá ákærðu um að hafa falið greiðslur í tengslum við skipti Neymar til Barcelona til að minnka greiðsluna til fyrirtækisins.

Sem fyrr segir voru Neymar, faðir hans og forsetarnir sem um ræðir sýknaðir í október en þá áfrýjaði DIS.

Fyrirtækið krafðist upphaflega fimm ára fangelsisdóms yfir Neymar en lækkaði þá kröfu niður í tvö og hálft ár.

Nú hafa aðilarnir sem koma að málinu hins vegar verið sýknaðir á ný og eru því lausir allra mála eins og er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti