fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Fékk að skrópa í Verzló til að verða ein af stjörnum RÚV – „Eitt leiddi af öðru“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 10. desember 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.

Gunnar hefur vakið verðskuldaða athygli sem íþróttalýsandi, bæði í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram í Katar sem og á stórmótum á borð við vetrarólympíuleikana.

Það var þó aldrei planið hjá Gunnari að starfa sem íþróttalýsandi en eitt leiddi af öðru líkt og hann gerði grein fyrir í Íþróttavikunni.

,,Ég get ekki sagt að þetta hafi verið eitthvað plan hjá mér. Maður ætlaði fyrst að reyna fyrir sér sem íþróttamaður, fyrst í fótboltanum og svo í skíðunum.

Mig langaði allavegana ekki að segja alveg skilið við íþróttirnar og fannst, að einhverju leiti, þurfa að auka veg vetraríþrótta í íslensku sjónvarpi.“

Úr varð að hann sótti um að fá tækifæri sem íþróttalýsandi hjá RÚV í tengslum við Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014 og fékk það.

,,Eftir það byrjaði boltinn bara að rúlla, eitt leiddi af öðru eins og ég segi þá var þetta ekki eitthvað sem maður stefndi beint á að gera en ég er þakklátur fyrir traustið.“

Sérstaklega þakkaði hann Þorkeli Diego, yfirkennara í Verzló.

,,Fyrir að leyfa mér að stökkva úr nokkrum tímum til að leyfa mér að lýsa í kringum vetrarólympíuleikana í Sochi.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“
Hide picture