Lið Newcastle á Englandi spilaði æfingaleik við Al-Hilal í Sádí Arabíu í gær og vann öruggan 5-0 sigur.
Framherjinn Joelinton átti góðan leik sem og miðjumaðurinn Miguel Almiron en þeir skoruðu báðir tvö mörk.
Það sem vakti mesta athygli er að Loris Karius spilaði sinn fyrsta leik fyrir Newcastle eftir að hafa komið til félagsins í sumar.
Karius er 29 ára gamall markmaður og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool frá 2016 til 2022.
Karius hefur hingað til ekki fengið tækifæri með Newcastle en Nick Pope er aðalmarkmaður liðsins en er nú á HM með enska landsliðinu.
Karius er gleymt nafn í fótboltanum en ferill hans fór mjög niður á við eftir mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.
Þjóðverjinn spilaði síðast með Liverpool árið 2018 en var síðar lánaður til Besiktas og Union Berlin.