Ruud Gullit, goðsögn Hollands, hefur sett spurningamerki við Tite, fyrrum landsliðsþjálfara Brasilíu, sem kaus að nota Alisson í marki liðsins á HM frekar en Ederson.
Að mati Gullit þá er Ederson einfaldlega betri markmaður en hann er á mála hjá Englandsmeisturum Manchester City.
Alisson spilar með keppinautum Man City í Liverpool og hefur staðið sig frábærlega íensku úrvalsdeildinni.
Peter Schmeichel, fyrrum markmaður Manchester United, gagnrýndi Alisson fyrr í mánuðinum og tekur Gullit undir ummæli hans.
Brasilía er úr leik á HM eftir tap gegn Króötum í dag en leikurinn fór alla leið í vítakeppni.
,,Vandamál mitt með Alisson er að það koma alltaf augnablik þar sem hann slekkur á sér, sérstaklega þegar hann er með boltann,“ sagði Gullit.
,,Þarna gerir hann mistökin, ótrúleg mistök. Ég er hrifinn af hinum [Ederson], já ég er meira hrifinn af honum. Hann er svo góður með boltann. Tilfinningin er betri með hann í markinu en ekki.“