Luis Diaz leikmaður Liverpool hefur ekki spilað með liðinu síðan í október en vonir stóðu til að hann myndi snúa aftur eftir HM pásuna.
Liverpool er í æfingaferð í Dubai en síðustu daga hefur Diaz ekki getað æft vegna meiðsla.
Diaz meiddist á hné í október og þau meiðsli hafa tekið sig upp aftur, alvarleiki meiðslanna er þó óvíss.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir við heimasíðu félagsins að Diaz sé á leið í frekari skoðanir til að meta ástandið.
Ljóst er að Liverpool hefur saknað Diaz sem hafði framan af móti verið hættulegasti sóknarmaður liðsins.
Jurgen Klopp has confirmed Luis Diaz is to undergo further assessment on an issue picked up in training during Liverpool’s Dubai camp. pic.twitter.com/gxdg6qKkDO
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 9, 2022