Ivana Knoll, fyrrum ungfrú Króatía, hefur stolið senunni á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Hún er einn harðasti stuðningsmaður króatíska landsliðsins. Hún hefur komið sér í fjölmiðla fyrir afar léttan klæðnað sinn á leikjum HM sem og á götum úti. Í miðlunum hefur hún gjarnan verið sögð „sú heitasta á pöllunum í Katar.“
Margir héldu að Katarar myndu taka illa í klæðaburð Knoll, en í viðtali við Piers Morgan segir hún svo ekki vera.
„Ef ég á að vera hreinskilin er það ekki svoleiðis. Þetta kom mér á óvart og ég er mjög ánægð með að þau hafi samþykkt klæðaburð minn. Karlar, konur og börn taka myndir með mér,“ segir Knoll.
„Það eru margir hér frá öðrum löndum en ég hef ekki fengið nein slæm viðbrögð.“
Á morgun mun Knoll fylgjast með sínum mönnum í króatíska landsliðinu mæta Brasilíu í fyrsta leika 8-liða úrslita HM í Katar. Leikurinn hefst klukkan 15 að íslenskum tíma.