fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Benedikt blandar sér í umræðuna og segir þetta ekki boðlegt – „Það er svo merkilegt“

433
Fimmtudaginn 8. desember 2022 14:30

Benedikt Bóas, blaðamaður Fréttablaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Kemur það aðallega til af slæmu.

Hann yfirgaf Manchester United á dögunum eftir umdeilt viðtal við Piers Morgan. Fyrr á tímabilinu hafði hann til að mynda strunsað af Old Trafford áður en leik United og Tottenham lauk og neitað að koma inn á.

Nú er Ronaldo staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með portúgalska landsliðinu. Þar var hann ekki í byrjunarliði í 6-1 sigri á Sviss í 16-liða úrslitum og tók hann ekki þátt í fagnaðarlátum með liðsfélögum sínum eftir leik.

„Það er synd. Hann verður að fara að hætta þessum barnaskap. Þetta er ekki boðlegt,“ segir Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Fréttablaðsins, í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV).

„Ungir drengir horfa á þetta. Sumir elska Messi og sumir Ronaldo. En Messi er bara að haga sér eins og maður á meðan hinn er bara að haga sér eins og barn.“

Bendikt bendir á að það snúist alltaf allt um Ronaldo.

„Það er svo merkilegt að alveg saman hvað hann gerir þá snúast fyrirsagnirnar um hann. Það getur vel verið að hann hafi klappað og verið glaður en af því hann tók ekki þátt í fagnaðarlátunum eftir leik þá snýst allt um það.“

Umræðan er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar