Sofyan Amrabat hefur heillað með landsliði Marokkó á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir. Það hefur vakið upp áhuga enskra félaga á honum.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur verið lykilmaður hjá Marokkó, sem er óvænt komið í 8-liða úrslit.
Í gær vann liðið Spán í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum.
Ambrabat er miðjumaður sem er á mála hjá Fiorentina á Ítalíu. Samningur hans þar rennur út eftir næstu leiktíð.
Mohammed Sinouh, umboðsmaður Ambrabat, var spurður af Fabrizio Romano hvort ensk félög hefðu áhuga á leikmanninum.
„Auðvitað. Ég fæ mörg símtöl vegna Sofyan. Allur heimurinn hefur séð að hann er besti varnarsinnaði miðjumaðurinn á Heimsmeistaramótinu,“ segir Sinouh.
Hugur Ambrabat er hins vegar á 8-liða úrslitum HM, þar sem Marokkó mætir Portúgal.
„Sofyan er toppatvinnumaður. Hann er mjög einbeittur á Heimsmeistaramótinu með Marokkó.“