Fjöldi fréttamiðla fullyrðir að Cristiano Ronaldo verði á meðal varamanna þegar Portúgal og Sviss mætast á HM í kvöld.
Ronaldo hefur hingað til byrjað alla þrjá leiki Portúgals í Katar en nú virðist hann fara á bekkinn.
Fernando Santos þjálfari Portúgals hafði hótað þessu í gær en hann var óhress með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins.
Ronaldo bölvaði talsvert þegar hann fór af velli í leiknum og við það var Santos ekki sáttur.
Ronaldo er án félags en Manchester Untied rifti samningi hans á dögunum eftir frægt viðtal við Piers Morgan.
BREAKING: Cristiano Ronaldo is on the bench for Portugal vs Switzerland via @Record_Portugal pic.twitter.com/3S4XmIK26g
— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2022