Jude Bellingham miðjumaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins er heitasti bitinn í bænum. Hann verður til sölu næsta sumar og vill fara frá Dortmund.
Sky í Þýskalandi fjallar um málið en Bellingham hefur verið hreint magnaður á HM í Katar.
Bellingham er 19 ára gamall og ólst upp hjá Birmingham en hefur síðustu þrjú ár verið í Þýskalandi og kunnað vel við sig.
Sky segir að Manchester United sé ekki á borði Bellingham og mun félagið því ekki láta til skara skríða.
Þar segir að Manchester City, Liverpool og Real Madrid berjist nú um þennan magnaða miðjumann. Búist er við að viðræður fari á fullt bak við tjöldin eftir HM í Katar og Bellingham skipti svo um félag næsta sumar.