Portúgal 6 – 1 Sviss
1-0 Goncalo Ramos(’17)
2-0 Pepe(’33)
3-0 Goncalo Ramos(’51)
4-0 Raphael Guerreiro(’55)
4-1 Manuel Akanji(’58)
5-1 Goncalo Ramos(’67)
6-1 Rafael Leao(’92)
Portúgalska landsliðið fór á kostum á HM í Katar í kvöld og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.
Um var að ræða annan leik dagsins á HM en fyrr í dag vann Marokkó lið Spánar í vítaspyrnukeppni.
Hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos stal senunni fyrir Portúgal í kvöld en hann kom inn í liðið fyrir Cristiano Ronaldo.
Ramos gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Portúgal vann öruggan 6-1 sigur og fer í næstu umferð.
Ramos lagði einnig upp eitt mark á Raphael Guerreiro sem átti einnig frábæran leik í vörninni.
Manuel Akanji skoraði eina mark Sviss og lagaði þá stöðuna í 4-1 en sigur Portúgala var aldrei í hættu.