Gabriel Jesus framherji Arsenal er á leið í aðgerð vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir. Telegraph segir frá.
Segir að Jesus verði frá um langt skeið en nákvæm tímasetning mun ekki liggja fyrir strax.
Eftir aðgerðina kemur í ljós hvernig líkami Jesus bregst við en samkvæmt Telegraph er um liðbönd í hné að ræða.
Líklegt er að Jesus spili ekki með Arsenal fyrr en í fyrsta lagi seint í febrúar ef allt gengur vel.
Jesus kom til Arsenal í sumar frá Manchester City og hefur hann átti frábæra spretti með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.
#Arsenal striker Gabriel Jesus to have surgery after World Cup knee injury. Recovery dependent on healing but can take monthshttps://t.co/HJDXs4d8Ii
— Mike McGrath (@mcgrathmike) December 6, 2022