Gísli Marteinn Baldursson sem heldur úti nokkuð vinsælum sjónvarpsþætti á RÚV birtir áhorf á þætti og viðburði sem RÚV var með sýningu fyrir tveimur vikum.
Gísli birtir þar tvær töflur en á þeirri síðari kemur fram að leikur Frakklands og Danmerkur var vinsælasti sjónvarpsviðburur RÚV í þeirri viku.
Leikurinn fór fram laugardaginn 26 nóvember og því er áhorfið á þátt Gísla frá deginum á undan þegar hann fagnaði sínum 200 þætti á RÚV
Konurnar voru þó í liði með Gísli og í hópi kvenna var Gísli efstur en í heildina þegar öll kyn eru talin með, þá var það fótboltinn sem sparkaði Gísla af toppnum.
„Konur eru bestar (Karlarnir voru að horfa á HM – líka frábært efni),“ skrifar Gísli
Heimsmeistaramótið í Katar fer nú fram en fjórir leikir þaðan raða sér á lista RÚV yfir þá tíu viðburði sem mest var horft á.