Blaðamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur tjáð sig um hvaða leikmann hann vill sjá Arsenal semja við í janúar.
Morgan er harður stuðningsmaður Arsenal og tjáir sig reglulega um félagið á Twitter síðu sinni.
Morgan vill sjá Arsenal semja við hinn 28 ára gamla Memphis Depay í janúar en hann er hollenskur landsliðsmaður.
Barcelona á Memphis og er líklega tilbúið að selja hann í janúar til að opna fyrir frekari leikmannakaup.
Memphis hefur átt mjög gott HM með Hollendingum sem eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar.
,,Arsenal ætti að semja við Memphis í janúarglugganum. Þetta er svo góður leikmaður og hann myndi virka vel með Jesus í fremstu línu,“ sagði Morgan.