Kylian Mbappe framherji PSG og franska landsliðsins var nauðbeygður til þess að ræða við fréttamann í gær.
Mbappe var maður leiksins í sigri Frakklands á Póllandi í gær en hann skoraði þrjú mörk. Samkvæmt reglum FIFA verður maður leiksins að fara í eitt viðtal.
Var það fyrsta viðtal Mbappe í Katar en hann ætlar sér ekki að ræða við fréttamenn til að einbeita sér frekar að fótboltanum.
„Ég hef ekkert á móti blaðamönnum, ég þarf bara að einbeita mér að mótinu og fótbolta,“ sagði Mbappe.
„Ég hef því ekki viljað sitja neina blaðamannafundi, svona virka ég. Ég veit að franska sambandið fær mögulega sekt og ég hef tjáð þeim að ég greiði hana sjálfur. Þeir eiga ekki að borga fyrir mig.“
„Þetta er keppni drauma minna,“ segir Mbappe sem hefur skorað fimm mörk í mótinu.