fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
433Sport

Sjálfur til í að borga sektina fyrir það að sleppa því að ræða við fréttamenn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. desember 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe framherji PSG og franska landsliðsins var nauðbeygður til þess að ræða við fréttamann í gær.

Mbappe var maður leiksins í sigri Frakklands á Póllandi í gær en hann skoraði þrjú mörk. Samkvæmt reglum FIFA verður maður leiksins að fara í eitt viðtal.

Var það fyrsta viðtal Mbappe í Katar en hann ætlar sér ekki að ræða við fréttamenn til að einbeita sér frekar að fótboltanum.

„Ég hef ekkert á móti blaðamönnum, ég þarf bara að einbeita mér að mótinu og fótbolta,“ sagði Mbappe.

„Ég hef því ekki viljað sitja neina blaðamannafundi, svona virka ég. Ég veit að franska sambandið fær mögulega sekt og ég hef tjáð þeim að ég greiði hana sjálfur. Þeir eiga ekki að borga fyrir mig.“

„Þetta er keppni drauma minna,“ segir Mbappe sem hefur skorað fimm mörk í mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina

Ferguson og Wenger fyrstu stjórarnir í Frægðarhöllina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð? – Mjög skiptar skoðanir og ermarnar vekja athygli

Er þetta treyja Arsenal fyrir næstu leiktíð? – Mjög skiptar skoðanir og ermarnar vekja athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag fær grænt ljós frá þeim sem ráða og fyrsta tilboð í Kane gæti borist von bráðar

Ten Hag fær grænt ljós frá þeim sem ráða og fyrsta tilboð í Kane gæti borist von bráðar
433Sport
Í gær

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar

Þrettán mál á dagskrá þegar stjórn KSÍ kemur til fundar