Thibaut Courtois, markmaður Belgíu, segir að frammistaða liðsins á HM í Katar hafi verið til skammar og það sé ekki hægt að kalla hóp liðsins ‘gullkynslóðina.’
Belgar hafa lengi verið taldir vera á meðal bestu liða heims en nú eru margar stjörnur liðsins komnar á seinni hluta ferilsins.
Með leikmenn á borð við Eden Hazard, Romelu Lukaku, Kevin de Bruyne og Courtois þá mistókst liðinu að vinna titil.
Belgía komst ekki upp úr riðli sínum á HM í Katar og viðurkennir Courtois að einhverjir leikmenn séu nú komnir á endastöð.
,,Bæði á HM og á EM þá vorum við ekki við sjálfir og þetta er til skammar. Við sjáum hvað gerist, hver verður áfram og hver ekki,“ sagði Courtois.
,,Lífið í fótboltanum líður hratt, við byrjum strax að spila í undankeppni HM í mars. Það er erfitt að kalla okkur gullkynslóðina þegar við vinnum ekki neitt.“
,,Við erum engin gullkynslóð, við erum kynslóð sem átti marga hæfileikaríka leikmenn um alla Evrópu. Við sýndum það í Rússlandi árið 2018 að Belgía getur spilað góðan fótbolta.“