fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Öskuillur eftir ‘skammarlega’ frammistöðu á HM – Engin gullkynslóð

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. desember 2022 18:47

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thibaut Courtois, markmaður Belgíu, segir að frammistaða liðsins á HM í Katar hafi verið til skammar og það sé ekki hægt að kalla hóp liðsins ‘gullkynslóðina.’

Belgar hafa lengi verið taldir vera á meðal bestu liða heims en nú eru margar stjörnur liðsins komnar á seinni hluta ferilsins.

Með leikmenn á borð við Eden Hazard, Romelu Lukaku, Kevin de Bruyne og Courtois þá mistókst liðinu að vinna titil.

Belgía komst ekki upp úr riðli sínum á HM í Katar og viðurkennir Courtois að einhverjir leikmenn séu nú komnir á endastöð.

,,Bæði á HM og á EM þá vorum við ekki við sjálfir og þetta er til skammar. Við sjáum hvað gerist, hver verður áfram og hver ekki,“ sagði Courtois.

,,Lífið í fótboltanum líður hratt, við byrjum strax að spila í undankeppni HM í mars. Það er erfitt að kalla okkur gullkynslóðina þegar við vinnum ekki neitt.“

,,Við erum engin gullkynslóð, við erum kynslóð sem átti marga hæfileikaríka leikmenn um alla Evrópu. Við sýndum það í Rússlandi árið 2018 að Belgía getur spilað góðan fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur