Lionel Messi var hreint stórkostlegur er Argentína sigraði Ástralíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar um helgina.
Kappinn skoraði fyrra mark Argentínu í 2-1 sigri. Liðið er komið í 8-liða úrslit. Þar verður andstæðingurinn Holland.
Mark Messi var afar flott og kom eftir gott einstaklingsframtak.
Skömmu áður en hann skoraði hrópuðu stuðningsmenn Ástrala hins vegar fúkyrðum að honum.
„Hvar er Messi?“ og „þú ert ömurlegur“ var á meðal þess sem var sagt.
Óhætt er að segja að Messi hafi svarað þessu á vellinum.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Australia’s fans getting owned by Messi 💀💀pic.twitter.com/ddBqrL5BYC
— Ziad is NOT in pain 🇦🇷 (@Ziad_EJ) December 3, 2022