Samkvæmt enskum götublöðum hafa eiginkonur og kærustur enskra landsliðsmanna fært sig af skemmtiferðaskipinu sem þær hafa dvalið á við höfn Doha í Katar og á hótel þar í borg.
Það stóð til að þær myndu færa sig af skipinu þegar liði á Heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir. Þær eru hins vegar allt annað en sáttar með dvölina þar.
Mikil læti eiga að hafa haft áhrif á svefngæði þeirra og þá pissaði einn gestur fram af svölum skipsins á fimmtu hæð.
Þær kvarta yfir hinu og þessu í skipinu. Þeim leið eins og þær væru einangraðar og segja að erfitt hafi verið að hringja í ensku landsliðsmennina.
Það er talið að makar Harry Maguire og Jack Grealish hafi verið fremstar í flokki í kvörtunum yfir verunni á skemmtiferðaskipinu.
Það hefur gengið vel hjá enska liðinu innan vallar. Liðið er komið í 8-liða úrslit HM eftir öruggan 3-0 sigur á Senegal í 16-liða úrslitunum í gær.