Það verður blásið til knattspyrnu veislu á laugardag þegar England og Frakkland mætast í átta liða úrslitum HM.
Bæði lið hafa heillað með frammistöðu sinni á mótinu og mætast þarna stálin stinn.
Enska götublaðið The Sun hefur sett saman draumalið með leikmönnum liðanna en þar er margt áhugavert.
Ekkert pláss er fyrir Raphael Varane en Harry Maguire hefur heillað marga í Katar með öflugri frammistöðu.
Hjá The Sun komast sjö enskir leikmenn í liðið en aðeins fjórir Frakkar. Liðið er hér að neðan.