Þýskaland er úr leik á HM í Katar en liðið vann Kosta Ríka í vikunni 4-2 í lokaleik síns riðils á mótinu.
Því miður fyrir Þýskaland dugði sigurinn ekki til en Japan vann Spán og fara þessi tvö lið áfram í næstu umferð.
Kai Havertz, leikmaður Chelsea, skoraði tvennu fyrir Þýskaland í leiknum og var í kjölfarið valinn maður leiksins.
Havertz var hins vegar mjög súr á svip eftir lokaflautið er hann fékk verðlaunin frá Budweiser afhent.
Havertz vissi að Þýskaland væri úr leik á mótinu og eins og má sjá hér fyrir neðan var hann ekki í miklu stuði fyrir myndavélarnar.