Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, var himinlifandi í gær eftir leik liðsins við Bandaríkin í 16-liða úrslitum HM.
Holland hefur tryggt sér sæti í næstu umferð keppninnar eftir frábæra frammistöðu bakvarðarins Denzel Dumfries.
Dumfries er leikmaður Inter Milan en hann lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í 3-1 sigri.
Eins og búist var við þá var Dumfries valinn maður leiksins og átti verðlaunin fyllilega skilið.
Á blaðamannafundi eftir leik fékk Dumfries koss frá stjóra sínum og gat ekki annað en farið að skellihlæja.
Myndband af þessu má sjá hér.
Louis van Gaal 😘 Denzel Dumfries
— ESPN NL (@ESPNnl) December 3, 2022