Amad Diallo, leikmaður Sunderland, hefur beðið stuðningsmenn liðsins um að hætta að syngja um hversu ‘stóran lim’ hann er með á leikjum liðsins.
Diallo er í láni hjá Sunderland frá Manchester United og hefur staðið sig með prýði í næst efstu deild Englands.
Sóknarmaðurinn er þó ekki ánægður með söngva stuðningsmanna Sunderland og þykir þá fara yfir strikið.
Diallo er aðeins 20 ára gamall og kostaði Man Utd 37 milljónir punda frá Atalanta fyrir um tveimur árum.
,,Stuðningsmenn Sunderland, ég hef notið mín mikið hér og ég elska ykkar orku,“ sagði Diallo.
,,Að heyra ykkur syngja nafnið mitt er magnað en við þurfum að sýna virðingu. Breytum laginu en höldum hávaðanum.“