⦁ Otto Addo, landsliðsþjálfari Gana, hefur staðfest það að hann sé að hætta í starfinu eftir HM í Katar.
Gana hefði komist í 16-liða úrslit mótsins í gær ef liðið hefði aðeins náð einu stigi gegn Úrúgvæ í lokaleik riðlakeppninnar.
Gana mistókst það verkefni og tapaði 2-0 sem varð til þess að Oddo ákvað að stíga til hliðar.
Addo starfaði ekki lengi sem þjálfari Gana en hann tók við í febrúar af Milovan Rajevac sem var rekinn.
Það var aldrei langtímaplan Addo að starfa sem þjálfari Gana en hann er í þjálfarateymi Borussia Dortmund í Þýskalandi.