Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir svekkjandi HM.
Frá þessu greinir Marca á Spáni en Hazard spilaði með Belgum á HM í Katar þar sem lítið gekk upp.
Belgarnir voru alls ekki sannfærandi í riðlakeppninni og mistókst að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.
Hazard er fyrirliði belgíska liðsins en hann náði ekki að klára heilan leik í mótinu og var á bekknum í lokaleiknum gegn Króatíu.
Marca segir að Hazard sé ekki búinn að taka ákvörðun en er þó mjög opinn fyrir því að kveðja landsliðið eftir misheppnað mót.