Roberto Martinez verður ekki landsliðsþjálfari belgíska karlalandsliðsins áfram. Þetta varð ljóst eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í Katar.
Belgar enduðu með fjögur stig í riðlinum en Marokkó og Króatía fóru áfram í 16-liða úrslit.
Martinez hafði þjálfað belgíska liðið síðan 2016 og náð nokkuð góðum árangri.
Samkvæmt franska miðlinum RTBF eru þeir Vincent Kompany, Thierry Henry og Philippe Clement lílklegastir til að taka við.
Kompany er stjóri Burnley í ensku B-deildinni, en hann tók við í sumar. Clement tók við sem stjóri Monaco í Frakklandi í sumar.
Henry hefur hins vegar verið í þjálfaratreymi Belga síðustu ár.