Luke Shaw, leikmaður enska landsliðsins, varð fyrir því óláni að fugl kúkaði á hann í miðjum kvöldverði leikmanna liðsins í Katar.
Enska liðið undirbýr sig nú undir 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins eftir sigur í B-riðli mótsins.
Shaw var að borða þegar fugl ákvað að gera þarfir sínar á hann.
Liðsfélagi hans, Jack Grealish, réði sér ekki af hlátri, líkt og sjá má á myndbandinu hér neðar.
England mætir Senegal í 16-liða úrslitum HM. Leikurinn fer fram klukkan 19 á sunnudag að íslenskum tíma.
Luke Shaw Gets Struck By Bird Poo While Eating, Leaving Jack Grealish Hysterical😂🐦 pic.twitter.com/jETGpOj1Yd
— FanchesterUTD (@FanchesterTV) December 1, 2022