Það er mikið undir í riðlakeppni HM í kvöld þegar síðustu tveir leikir dagsins fara fram klukkan 19:00.
Þýskaland þarf að sigra lið Kosta Ríku til að komast í 16-liða úrslit og þarf einnig að treysta á að Japan tapi stigum gegn Spánverjum.
Spánn á enn í hættu á að detta úr keppni en þyrfti að tapa gegn Japan og þá þyrfti Kosta Ríka að vinna Þýskaland.
Markatala Spánverja er langbest í riðlinum og ef önnur lið ná í fjögur stig mun liðið alltaf komast í næstu umferð.
Fyrir leikina er Spánn með fjögur stig, Japan og Kosta Ríka þrjú og Þýskaland dregur lestina með eitt stig.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Kosta Ríka: Navas, Vargas, Fuller, Duarte, Oviedo, Waston, Borges, Tejeda, Aguilera, Venegas, Campbell
Þýskaland: Neuer, Raum, Rudiger, Suele, Kimmich, Goretzka, Muller, Musiala, Gundogan, Sane, Gnabry
Spánn: Unai Simón; Azpilicueta, Rodri, Pau Torres, Balde; Gavi, Busquets, Pedri; Nico Williams, Morata, Dani Olmo.
Japan: Gonda; Taniguchi, Yoshida, Itakura, Nagatomo; Morita, Ito; Tanaka, Kamada, Kubo; Maeda.