fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Ten Hag er með plan B ef aðalskotmarkið kemur ekki

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun ekki deyja ráðalaus ef honum tekst ekki að landa aðalskotamarki sínu, Cody Gakpo, í komandi félagaskiptaglugga.

Gakpo, sem er á mála hjá PSV í heimalandinu, var sterklega orðaður við Rauðu djöflanna í sumar en að lokum var landi hans Antony fenginn á Old Trafford frá Ajax. Nú vill United hins vegar klófesta sóknarmanninn.

Getty Images

Talið er að það myndi kosta um 43 milljónir punda.

Þessa stundina er hinn 23 ára gamli Gakpo staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Hann skoraði í öllum leikjum liðsins í riðlakeppninni og heillaði mikið.

Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Ten Hag vill því ólmur fá hann á Old Trafford.

Rafael Leao / Getty

Takist það hins vegar ekki horfir Hollendingurinn til Rafael Leao hjá AC Milan.

Leao er portúgalskur og hefur einn helst verið orðaður við Chelsea. United er hins vegar tilbúið að nappa honum ef kaupin á Gakpo klikka.

Á þessari leiktíð hefur Leao skorað sex mörk og lagt upp fjögur í fjórtán leikjum í Serie A.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“