Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun ekki deyja ráðalaus ef honum tekst ekki að landa aðalskotamarki sínu, Cody Gakpo, í komandi félagaskiptaglugga.
Gakpo, sem er á mála hjá PSV í heimalandinu, var sterklega orðaður við Rauðu djöflanna í sumar en að lokum var landi hans Antony fenginn á Old Trafford frá Ajax. Nú vill United hins vegar klófesta sóknarmanninn.
Talið er að það myndi kosta um 43 milljónir punda.
Þessa stundina er hinn 23 ára gamli Gakpo staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Hann skoraði í öllum leikjum liðsins í riðlakeppninni og heillaði mikið.
Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Ten Hag vill því ólmur fá hann á Old Trafford.
Takist það hins vegar ekki horfir Hollendingurinn til Rafael Leao hjá AC Milan.
Leao er portúgalskur og hefur einn helst verið orðaður við Chelsea. United er hins vegar tilbúið að nappa honum ef kaupin á Gakpo klikka.
Á þessari leiktíð hefur Leao skorað sex mörk og lagt upp fjögur í fjórtán leikjum í Serie A.