fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
433Sport

Telur að Messi snúi aftur heim til Barcelona

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordi Cruyff, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, telur að Lionel Messi eigi eftir að snúa aftur til félagsins í einhverju formi.

Hinn 35 ára gamli Messi yfirgaf Börsunga óvænt sumarið 2021. Hann fór til Paris Saint-Germain, þar sem hann er enn.

Sjálfur vildi Argentínumaðurinn vera áfram á Nývangi en vegna fjárhagsstöðu félagsins réði það ekki við að gefa honum nýjan samning.

„Barca og Messi þurfa að vera saman á nú einn daginn. Það er alveg á hreinu,“ segir Cruyff.

Hann viðurkennir þó að það sé alls ekki víst að Messi snúi aftur til Katalóníu á meðan hann er enn leikmaður.

„Það gæti gerst eftir að hann hefur lokið ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Messi og Barca eiga samt skilið eitt faðmlag enn, einn síðasta dans.“

Samningur Messi við PSG rennur út næsta sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Inter Miami vestanhafs undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona óttast að þurfa að taka við leikmanninum aftur – Væri fjárhagslegt högg

Barcelona óttast að þurfa að taka við leikmanninum aftur – Væri fjárhagslegt högg
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Benedikt Warén aftur til Vestra

Benedikt Warén aftur til Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum stjarna Manchester United og Everton tekur óvænt skref – Líklega búinn í Evrópu

Fyrrum stjarna Manchester United og Everton tekur óvænt skref – Líklega búinn í Evrópu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea að fá bestu fréttirnar á tímabilinu hingað til

Chelsea að fá bestu fréttirnar á tímabilinu hingað til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ítalía: Skammarleg frammistaða Juventus og AC Milan

Ítalía: Skammarleg frammistaða Juventus og AC Milan