Jordi Cruyff, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, telur að Lionel Messi eigi eftir að snúa aftur til félagsins í einhverju formi.
Hinn 35 ára gamli Messi yfirgaf Börsunga óvænt sumarið 2021. Hann fór til Paris Saint-Germain, þar sem hann er enn.
Sjálfur vildi Argentínumaðurinn vera áfram á Nývangi en vegna fjárhagsstöðu félagsins réði það ekki við að gefa honum nýjan samning.
„Barca og Messi þurfa að vera saman á nú einn daginn. Það er alveg á hreinu,“ segir Cruyff.
Hann viðurkennir þó að það sé alls ekki víst að Messi snúi aftur til Katalóníu á meðan hann er enn leikmaður.
„Það gæti gerst eftir að hann hefur lokið ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Messi og Barca eiga samt skilið eitt faðmlag enn, einn síðasta dans.“
Samningur Messi við PSG rennur út næsta sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Inter Miami vestanhafs undanfarið.