Luke Shaw hefur greint frá því að amma hans hafi látið lífið aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar.
Shaw fékk tíma til þess að syrgja ömmu sína sem var honum mikilvæg, hún hafði lengi glímt við veikindi.
„Hún hafði lengi barist við krabbamein og því miður féll hún frá rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Shaw.
„Southgate var mjög góður við mig og sagði að ég gæti fengið þann tíma sem ég vildi til að ná áttum. Ég er hins vegar mættur hérna á HM í fyrsta sinn og ég vildi ekki missa af því.“
Hann segist hafa fengið tíma til þess að syrgja. „Ég fékk góðan tíma fyrir mig og nú er það bara einbeiting á HM,“ sagði Shaw eftir að enska liðið tryggði sig áfram í 16 liða úrslit.
„Hún var mér virkilega mikilvæg í æsku, ég varði miklum tíma hjá henni.“