Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, gerir fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Wales í lokaumferð riðlakeppninnar.
Kieran Trippier, Mason Mount, Raheem Sterling og Bukayo Saka fá sér sæti á bekknum fyrir Kyle Walker, Jordan Henderson, Phil Foden og Marcus Rashford.
England er svo gott sem komið áfram en Wales þarf nauðsynlega sigur.
England
Pickford, Walker, Stones, Maguire, Shaw, Henderson, Rice, Bellingham, Foden, Kane, Rashford.
Wales
Ward, N. Williams, Rodon, Mepham, Davies, Allen, Ampadu, Ramsey, Bale, Moore, James.
Á sama tíma mætast Bandaríkin og Íran. Jafntefli dugir Íran líklega til að komast áfram en Bandaríkjamenn þurfa sigur.