Cristiano Ronaldo framherji Portúgals leitar að nýjum vinnuveitanda en nú er ljóst að það verður ekki FC Bayern.
Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United í síðustu viku en báðir aðilar voru sáttir með þá niðurstöðu.
Bayern hefur hins vegar ekki áhuga á að sækja Ronaldo sem fagnar 38 ára afmæli í byrjun næsta árs.
„Ég get útilokað það að Ronaldo komi,“ sagði Oliver Khan stjórnarformaður hjá þýska stórveldinu.
„Við skoðuðum þetta alveg og það elska allir Ronaldo en þetta passar ekki við okkar hugmyndafræði.“
Ronaldo er með tilboð frá Sádí-Arabíu en óvíst er hvort stærstu lið Evrópu taki hann í janúar.