fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hann lýsti sínum dimmasta degi – „Nálægt því að fara út í garð með flösku og nokkrar pillur“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnulýsandinn Andy Gray segist hafa verið nálægt því að taka eigið líf eftir að hann var rekinn frá Sky Sports.

Hinn 66 ára gamli Gray starfar nú við knattspyrnuumfjöllun í katörsku höfuðborginni Doha. Með honum er Richard Keyes, sem einnig var látinn fara frá Sky Sports á sínum tíma. Þeir félagar eru í viðtali hjá Piers Morgan.

Gray og Keyes voru látnir fara frá Sky Sports vegna niðrandi ummæli um línuvörðinn Sian Massey-Ellis, er hún var við störf á fótboltaleik sem þeir lýstu.

Þeir héldu að slökkt væri á hljóðnemum þeirra en allt sem þeir sögðu heyrðist. „Það þarf einhver að fara og útskýra rangstöðuregluna fyrir henni,“ sagði Keyes. „Trúir þú þessu? Kvenkyns línuvörður,“ sagði Gray.

Gray viðurkennir að hafa átt erfitt eftir brottreksturinn.

„Ég hef átt yndislegt líf, verið heppinn. Ég var knattspyrnumaður í sautján ár og það var frábært, bestu ár lífs míns. Ég starfaði fyrir nýja stöð sem átti eftir að breyta knattspyrnuumfjöllun, sem hún gerði á þeim tuttugu árum sem ég var þar.“

Gray segist hafa íhugað að taka eigið líf. Hann eigi eiginkonu sinni hins vegar mikið að þakka.

„Ég var á mjög dimmum stað. Húsið var umkringt fólki og ég vissi að ég hefði gert eitthvað rangt, auðvitað. Hausinn minn var algjörlega farinn og ef það hefði ekki verið fyrir eiginkonu mína þá veit ég ekki hvað hefði gerst. Rachel er yndisleg.

Einn daginn var ég nálægt því að fara út í garð með flösku og nokkrar pillur. Þetta var það slæmt. Fólk sem þekkir mig heldur líklega að ég sé að grínast.“

Núna er Gray hins vegar kominn á betri stað.

„Þetta var hræðilegt og ég gat ekki áttað mig á þessu. Ég hafði gert ranan hlut en í tvær vikur komst ég ekki út úr húsi. Það var allt út í fjölmiðlafólki og myndavélum. Þetta var mjög skrýtið en ég er kominn yfir þetta núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur