Skynjari í Adidas-boltunum sem notast er við á Heimsmeistaramótinu í Katar hefur staðfest að Cristiano Ronaldo hafi ekki snert boltann í fyrra marki Portúgal gegn Úrúgvæ í gær.
Leiknum lauk 2-0. Bruno Fernandes gerði bæði mörkin fyrir Portúgal. Það héldu þó flestir að Ronaldo hafi skorað fyrra markið til að byrja með.
Fernandes sendi boltann fyrir markið og rataði hann alla leið í netið.
Ronaldo heldur því fram að hann hafi skallað boltann í markið og sendi hann það á vin sinn Piers Morgan eftir leik.
Adidas hefur hins vegar staðfest að það er Fernandes sem á markið.