Wayne Rooney fyrrum fyrirliði enska landsliðsins hefur ráðlagt Gareth Southgate að setja bæði Mason Mount og Harry Kane á bekkinn gegn Wales á HM í Katar.
Rooney vill eins og fleiri sjá Phil Foden í byrjunarliði enska landsliðsins og kallar eftir breytingum fyrir síðasta leik í riðlinum.
„Ég veit að Mount gerði vel gegn Íran, hann gefur liðinu orku og vinnusemi. Stundum þarf hins vegar að leyfa hæfileikunum og gæðunum að njóta sín,“ sagði Rooney þegar hann útskýrði skoðun sín.
„Ég myndi setja Foden á vinstri kantinn og svo væri Bukayo Saka að berjast við Raheem Sterling um stöðuna á hægri kantinum.“
Rooney vill svo sjá Kane á bekknum á morgun. „Gegn Bandaríkjunum þá virkaði það þannig að höggið sem Kane fékk gegn Íran hafði mikil áhrif á hann.“