Fyrrum knattspyrnumennirnir John Terry og Wayne Bridge dvelja á sama hóteli á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur.
Þetta þykir heldur vandræðalegt. Terry og Bridge eru fyrrum liðsfélagar hjá Chelsea og enska landsliðinu. Árið 2010 bárust fréttir af því að Terry hafi átt í ástarsambandi við Vannesssu Perroncel, unnustu Bridge, árið áður.
Á þeim tíma sem þetta kom upp var Bridge á mála hjá Manchester City. Það er frægt þegar hann neitaði að taka í hönd Terry fyrir leik City og Chelsea tímabilið 2009-2010.
Wayne Bridge refusing to shake John Terry’s hand is still such a tense moment 😰 pic.twitter.com/Z2kZCdlcub
— Football Daily (@footballdaily) March 10, 2020
Bridge batt sömuleiðis enda á landsliðsferil sinn vegna atviksins.
Bridge er í Katar í boði FIFA á meðan Terry starfar fyrir BeIn Sports.